← Sjá öll verkefnin

Vesturbyggðarmerki

Vesturbyggð

2025

Snemma sumars 2024 sameinuðust sveitafélögin Vesturbyggð „hin fyrri“ og Tálknafjarðarhreppur og hlaut nýtt sveitarfélag nafnið Vesturbyggð. Haldin var opin hönnunarsamkeppni um nýtt byggðarmerki sem stóð yfir sumarið 2025. Af 56 fjölbreyttum tillögum valdi dómnefnd merki Kolofon og var merkið tekið í notkun þann 20. ágúst 2025. Merkið er leikur að sjónrænu formi, sem minnir á öldur og um leið teikning af firði milli fjallahlíðanna. Úr forminu má lesa bókstafinn V og um leið kinkar það kolli til elsta skjaldarmerkis Íslands sem er talið vera frá 1258. Í ljóðrænum rökstuðningi dómnefndar kom meðal annars fram að í merkinu væri horft út fjörð, þar sem sjóndeildarhringurinn víkkar. Framundan sé óendanleikinn. Áhorfandinn stendur í skut skips og horfir í kjölfar þess sem myndast á haffletinum — hann er á heimleið.

Content section 1
Content section 2