← Sjá öll verkefnin

Tónlistarmiðstöð

Tónlistarmiðstöð

2024

Tónlistarmiðstöð er samstarfsvettvangur hagsmunaaðila í málefnum tónlistar. Merki miðstöðvarinnar er í senn grafísk útfærsla á M (fyrir miðstöð og Music), telur fjóra takta — en er um leið vísun í nótnatáknið fyrir endurtekningu (e. multi-measure repeat / eða að endurtaka sömu 2 takta). Fyrir ásýndarefni miðstöðvarinnar var valinn auðþekkjanlegur og kunnuglegur litaheimur. Á móti er breytilegur og fjölbreyttur litaheimur notaður fyrir kynningarefni, viðburði og samfélagsmiðla. Valin var fjölhæfð leturgerð, Sarvatrik, sem fylgir klassískri hönnunarhefð og uppfyllir vel þarfir fyrir bæði stafrænt og prentað umhverfi. Letrið er hannað af íslensku / indversku hönnunarstofunni Universal Thirst. Myndheimurinn sem var skapaður byggir á móramynstri. Í stærðfræði, eðlisfræði og list eru mórar myndaðir þegar mynstur sem er að hluta til ógegnsætt, með gagnsæjum eyðum, er lagt ofan á annað svipað mynstur. Til að móra mynstrið komi fram mega mynstrin ekki vera alveg eins, heldur færð til eða snúin. Við „endurhljóðblöndum“ því einföldum töktum saman og búum til nýjan tón í hvert sinn. Tónlistarmiðstöð var stofnuð 2024 þegar starfsemi Útón, Iceland Music og Tónverkarmiðstöðvar var sameinuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs- og iðnaðar. Helsta hlutverk miðstöðvarinnar er að efla íslenska tónlist bæði hér heima og erlendis.

Leturgerð: Universal Thirst

Ljósmyndir: Anna Margrét Árnadóttir

Content section 1
Content section 2
Content section 3
Content section 5
Content section 6
Content section 8 - LeftContent section 8 - Right
Content section 9
Content section 10 - LeftContent section 10 - Right
Content section 11 - LeftContent section 11 - Right
Content section 12